View allAll Photos Tagged Kelis
Keli var með hæstu samanlagða einkunn út úr grunnskóla og birtist þá þessi mynd í Dagskránni á Selfossi.
Keli er hér í rauða sóffanum sposkur á svip. Grængula peysan og grænu buxunar fylgdu honum lengi, enda sést að peysan er að verða helst til lítil.
I took this picture as Keli and I were waiting in the parking lot of Best Buy in the pooring rain for Mike to come jump start my car.
Keli brosir sínu breiðasta í Sekkholtinu í janúar 1992. En þennan vetur ákvað Gugga að dvelja eftir áramót á Selfossi og ljúka stúdentsprófi sínu. Keli og Birna voru með henni.
Keli var eina barnið í systkinahópnum sem vildi vera með snuddu. Það var sárt fyrir alla aðila þegar snuddan var kvödd.
Keli með skóflu og hjólburur í drullumalli við Laugarfell. Á Laugum var leiksvæðið stórt og fylgdi því meðal annars ansi vinsæll lækur.
Hér er Keli um það bil þriggja ára. Myndin er tekin í ferðalagi um Skagafjörð. Myndin sýnir fallegan dreng með tvær plastskeiðar og eitt strá...brosa hikandi framan í myndavélina.
Kelis at the Love Supreme Jazz Festival 2016. 3 July 2016. More of the stunning Kelis right here... michaelvalentinestudio.com/soul_other/kelis/index.php
Keli situr við matarborðið á Hellisbrautinni og dúkurinn er gamalkunnur. Eldhúsið í húsinu var einstaklega lítið - og þar af leiðandi eftirminnilegt.
Keli heldur á Stulla, sem virðist ansi fyrirferðarmikill í fangi hans. Keli er sáttur og stoltur með bróður sinn. Stulli virðist hinsvegar hugsa sér til hreyfings enda kannski líkamsstaðan hálfóþægileg.
Þrettán árum seinna tókust bræðurnir á í Júdó - hvern skyldi hafa grunað það.
Þegar til Stykkishólms var komið reyndist Keli hafa gleymt öllum yfirhöfnum á Selfossi. Hér er hann með húfu af bróður sínum og í gamalli treyju af föður sínum. Það var mjög kalt í þessu ferðalagi, þótt veður væri bjart og fallegt.
Keli með "gömlu Kátu" á Siglufirði í KS fótboltabúningi. Nú 2015 er KS (Knattspyrnufélag Siglufjarðar) ekki til lengur.