Back to gallery

| .....ÚTI BIRTAN DVÍN |

"Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín.

Byrgðu fyrir blökkum skugga, björtu augun þín.

Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld,

svo við getum saman vinur, syrgt og glaðst í kveld.

 

Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn.

Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn.

Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér.

Sofna vinur, svefnljóð, meðan syng ég yfir þér.

 

Þreyttir hvílast, þögla nóttin, þaggar dagsins kvein.

Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein.

Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer.

Sof þú væran, vinur ég skal vaka yfir þér.

Sof þú væran, vinur ég skal vaka yfir þér.............."

 

♪♫♪♫♪ Svefnljóð / Vilhjálmur Vilhjálmsson ♫♪♫♫♪♫♪♫♪♫♪♫

 

1,274 views
52 faves
1 comment
Uploaded on November 11, 2009
Taken on August 11, 2009