Back to photostream

Citroen Castus and Alpenstraße

Ég er ekki vanur að skrifa miklar bílafréttir en mér finnst allt í lagi að segja frá þessum ágæta bíl sem við Áslaug leigðum í 11 daga á keyrslunni í Þýskalandi og Austurríki um Aalpenstraße.

 

Citroen Cactus, dísill og sjálfskiptur, ekinn 3.000 km og við bættum við 1.000 í viðbót á þessum dögum og reyndist framar öllum vonum. Hljóðlátur, kraftmikill, eyddi litlu, með góða loftkælingu fín sæti og flottan búnað; (krús,hitamæla,bakkmyndavél+aðvörun.

 

Ég hafði aldrei séð svona bíl áður en eftir að við komum heim þá sé ég að blöðin eru full af auglýsingum frá Brimborg sem dásama þennan bíl

Eitt er að keyra, annað að eiga, það situr ennþá svo föst í mér vantrúin á evrópska og japanska bíla að ég veit ekki hvort ég kaupi einn þótt vissulega væri það gaman.

 

Og svo fékk ég bara eina sekt á þessum 11 dögum sem er nú bara nokkuð gott. :)

 

961 views
3 faves
3 comments
Uploaded on August 17, 2015