Rita (Rissa Tridactyla)
Þegar ég hafði klöngrast niður brattann stíginn frá útsýnispallinum við Hvítserk var ekki þverfótað fyrir útlendingum í rauðum eða bláum úlpum með allar stærðir myndavéla. Ég ákvað því að beina sjónum mínum að íbúum Hvítserks, en það reyndust vera nokkrar ritu-fjölskyldur, sem voru nú ekkert sérstaklega hrifnar af athyglinni sem ég veitti þeim. Þessi var búinn að láta mig heyra það í nokkurn tíma, að ég væri ekki velkominn og undirstrikaði það með því að fljúga gargandi af hreiðrinu og taka einn hring í kring um höfðann til þess eins að setjast aftur. Ég ákvað að láta gott heita og rölti því til baka framhjá lóninu milli Hvítserks og lands þar sem hann speglaðist í kvöldsólinni.
Please don't use this image on websites, blogs or other media without my explicit permission. Do not copy or reproduce this image © All rights reserved.
Rita (Rissa Tridactyla)
Þegar ég hafði klöngrast niður brattann stíginn frá útsýnispallinum við Hvítserk var ekki þverfótað fyrir útlendingum í rauðum eða bláum úlpum með allar stærðir myndavéla. Ég ákvað því að beina sjónum mínum að íbúum Hvítserks, en það reyndust vera nokkrar ritu-fjölskyldur, sem voru nú ekkert sérstaklega hrifnar af athyglinni sem ég veitti þeim. Þessi var búinn að láta mig heyra það í nokkurn tíma, að ég væri ekki velkominn og undirstrikaði það með því að fljúga gargandi af hreiðrinu og taka einn hring í kring um höfðann til þess eins að setjast aftur. Ég ákvað að láta gott heita og rölti því til baka framhjá lóninu milli Hvítserks og lands þar sem hann speglaðist í kvöldsólinni.
Please don't use this image on websites, blogs or other media without my explicit permission. Do not copy or reproduce this image © All rights reserved.