Back to photostream

Tempo 4x4 - Iceland

Tempo G 1200 (Gelände) - Iceland

 

 

1936 entwickelte die Vidal & Sohn Tempo-Werk GmbH (Hamburg) einen Allrad-Geländewagen mit zwei ILO-Motoren - einem vorne und einem hinten. Die Motoren trieben jeweils eine Antriebsachse an und während der einfachen Fahrt auf normalen Straßen ließ sich ein Motor problemlos abschalten. Im Zentralrohrrahmen des Fahrzeuges kann die Vorderachse frei pendeln. Durch den Allradantrieb, die Allradlenkung und die pendelbare Vorderachse bewältigt der Tempo 1200 fast alle Geländehindernisse. Das bedeutete einen Wendekreis von 360° auf fast gleicher Stelle !

Tempo baute von dem G 1200 lediglich 1.335 Stück.

 

Árið 1937 fluttu Helmut Verleger og leikarinn og flugmaðurinn Herbert A.E. Böhme fjórhjóladrifinn herbíl til Íslands, óku honum í tilraunaskyni víða um landið og tóku kvikmynd af ferðalaginu.

Torfærubifreið þeirra Verlegers og Böhmes var af gerðinni "Tempo Gelände G 1200", hönnuð af Otto Daus verkfræðingi og framleidd af fyrirtækinu Vidal & Sohn í Hamborg.

Faratækið var fyrst og fremst hugsað til hernaðarnota en var einnig mikið notað af verktökum, veiðimönnum, skógarvörðum, bændum, landamæragæslu og lögreglu víða um heim. Sem dæmi má nefna að sænski herinn keypti yfir 400 bíla.

Þetta var léttbyggður, fjölhæfur og tiltölulega ódýr fjögurra sæta jeppi með háan undirvagn. Hann var knúinn tveimur vatnskældum 19 hestafla Ilo tvígengisvélum, annarri frammi í fyrir framhjólin, hinni aftur í fyrir afturhjólin. Að sjálfsögðu var hann fjórhjóladrifinn og drifbúnaður jafnt sem fjaðrabúnaður var fullkomlega aðskilinn fyrir hvert hjól. Ökumaður gat ákveðið hvor vélin eða hvort báðar í senn knúðu bifreiðina. Í stað venjulegra hásingu gengu hjöruliðstengdir öxlar út í öll fjögur hjólin. Enda sagði fólk sem prófaði bílinn að það sæti likt og á skriðdýri sem lagaði sig að landslaginu. Stýrisbúnaður náði ekki einungis til framhjóla heldur einnig til afturhjóla, sem þýddi að hægt var að snúa um 360 gráður sama sem á punktinum. Þetta gerði jeppan sérlega liðlegan í torfærum. Á báðum hliðum hans voru varahjól sem einnig höfðu öðru hlutverki að gegna. Þau gátu snúist og námu við jörðu til stuðnings á skurðbökkum og kröppum hryggjum.

(Úr torfbæjum inn í tækniöld - Örn og Örlygur 2003)

 

Lichtbild-Archiv : RÞS

Ljósmynd : Deutsches Museum München

199 views
0 faves
0 comments
Uploaded on August 14, 2022
Taken sometime in 1937