Wasps
by Inga & Jon
Húsageitungurinn var fyrsta geitungategundin sem fannst hér á landi, árið 1973. Að vísu fannst ekki bú en að mati fróðra manna lék þó enginn vafi á því að bú væri einhvers staðar í nágrenninu. Næstu sumur á eftir fannst tegundin reglulega á höfuðborgarsvæðinu.
Árið 1977 fannst holugeitungurinn í Laugarneshverfi í Reykjavík. Holugeitungurinn hefur svo vitað sé aðeins fundist á höfuðborgarsvæðinu. Hann velur sér svipaða staði til að gera bú sín og húsageitungurinn eða oftast í holum í jörðinni og húsum.
Trjágeitungur fannst fyrst árið 1980, en líklega hefur hann borist hingað eitthvað fyrr. Hann dreifðist hratt um landið og er staða hans mjög traust.
Nýjasti landneminn af ætt geitunga er roðageitungurinn. Fyrsta búið fannst árið 1998 í Kópavogi og hafa aðeins fundist tvö slík síðan. Þessi tegund telst því vera afar sjaldgæf hér á landi