Carduelis flammea islandica
Auðnutittlingar eru algengir varpfuglar á Íslandi. Algengastir eru þeir á Norður- og Austurlandi en finnast þó víða um land. Kjörlendi auðnutittlinga eru skógar og kjarr enda byggja þeir sér hreiður í trjám. Hreiðrið er fagurofin karfa sem þeir verpa í 5-6 eggjum í apríl, maí og jafnvel júní því sumir fuglar verpa tvisvar. Stofnstærð er nokkuð óljós en áætlað er að á bilinu 10.000 til 30.000 pör verpi hér á landi. Auðnutittlingar lifa á jurtafæðu að mestu en þó einnig á skordýrum.
Texti fenginn að láni hjá Íslandsvefnum.
Carduelis flammea islandica
Auðnutittlingar eru algengir varpfuglar á Íslandi. Algengastir eru þeir á Norður- og Austurlandi en finnast þó víða um land. Kjörlendi auðnutittlinga eru skógar og kjarr enda byggja þeir sér hreiður í trjám. Hreiðrið er fagurofin karfa sem þeir verpa í 5-6 eggjum í apríl, maí og jafnvel júní því sumir fuglar verpa tvisvar. Stofnstærð er nokkuð óljós en áætlað er að á bilinu 10.000 til 30.000 pör verpi hér á landi. Auðnutittlingar lifa á jurtafæðu að mestu en þó einnig á skordýrum.
Texti fenginn að láni hjá Íslandsvefnum.