Back to photostream

Urð og grjót, upp í mót......

 

Urð og grjót.

Upp í mót.

Ekkert nema urð og grjót.

Klífa skriður.

Skríða kletta.

Velta niður.

Vera að detta.

Hrufla sig á hverjum steini.

Halda að sárið nái að beini.

Finna hvernig hjartað berst,

holdið merst

og tungan skerst.

Ráma allt í einu í Drottin:

--- Elsku Drottinn!

Núna var ég nærri dottinn!

Þér ég lofa því að fara

þvílíkt aldrei framar, bara

ef þú heldur í mig núna!

Öðlast lítinn styrk við trúna.

Vera að missa vit og ráð,

þegar hæsta hjalla er náð.

 

 

Úr kvæðinu Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson

3,881 views
1 fave
2 comments
Uploaded on January 11, 2007
Taken on September 10, 2006