Please contact me at: sverrirt@centrum.is or call 00 354 8989556 for any requests regarding publishing or buying a copy of my copyrighted images. ©Sverrir Thorolfsson

 

Ljósmyndir eftir Sverri Þórólfsson

 

Leyndir hæfileikar eru stórmerkilegt fyrirbæri. Ég vil meina að sköpunargáfan búi í okkur öllum. Hún er ekki einkeign barna eða þeirra sem misstu hana aldrei og við köllum listamenn. Af einhverjum orsökum bælum við hana. Sköpunargáfan blundar í okkur öllum og aldrei of seint að taka til hendinni og hleypa henni á flug. Sverrir er einn af þeim sem hafa tekið flugið. En hvað þarf til? Þetta gerist ekki án einhvers konar ástríðu. Það þarf í fyrsta lagi að fá flugu í höfuðið eða hvað sem við köllum það þegar sköpunarferlið fer af stað. Það þarf í öðru lagi að velja sér aðferð eða farveg til þess að koma hugmyndum í einhverskonar form eða kom þeim í verk. Hugmyndir skipta voða litlu máli nema þeim sé komið í framkvæmd. Ljósmyndun er ein leiðin. Hún er af mörgum talin auðveld leið. Það er alveg rétt í sjálfu sér. Það er ekki svo erfitt að kaupa sér myndavél, velja sér mótíf og smella af! En af einhverjum ástæðum koma sumir með miklu betri ljósmyndir en aðrir. Ég vil meina að Sverrir sé einn af þeim. Hvers vegna?

 

Það er ágætt að eiga þokkalega myndvél og linsur en það er samt ekki nóg. Ég veit það af eigin reynslu. Ég veit að það eru hreinar undantekningar ef menn geta alltaf tekið góðar myndir. Ég vil meira að segja meina það að flestir ef ekki allir góðir ljósmyndarar taki talsvert magn mynda og velji góðar myndir úr magninu. Að hin raunverulega list ljósmyndara sé falin í hæfileikanum að velja þær bestu. Það er auðvitað munur á stúdíóljósmyndun og útiljósmyndun. Í stúdíói skiptir tilbúinn ljósaútbúnaður mestu máli. En í útiljósmyndun og náttúruljósmyndun sem Sverrir fæst fyrst og fremst við þarf mikla yfirferð og góðir nátúruljósmyndarar hreyfast mikið. Það sem hrífur eru langoftast augnablik sem mörg smátriði hanga á. Það þarf að finna mótíf eins og fjöll, hús, hesta eða fugla sem oft hafa táknræna merkingu. Eða mörgum finnst það. Sérstaklega ákveðin augnablik. Þetta kallast blæbrigði og tónsetningar sem magna upp andrúmsloftið. Þarna skipta veðrabrigði öllu máli. Ljósmyndir af mótífum þar sem sólin skín á heiðum himmni hafa sáralítin kraft. Það skortir ekkert af þessu nefi fyrir veðrabrigðum í bestu verkum Sverris og þau eru æði mörg.

 

Sverrir tekur upp á þessu á miðjum aldri. En hann gerir meira. Vinnuumhverfi ljósmyndara hefur gjörbreyst með stafrænum aðferðum. Eftirvinnsla er orðin fyrirferðamikil í vinnu ljósmyndara. Photoshop er dásamlegt verkfæri. Þar er hægt að ná fram miklum göldrum sem erfitt var að gera í hefðbundnu myrkraherbergi. Þar leynist líka mikil hætta því undur tækninnar geta náð völdum ef ekki er stigið gætilega. Oft lenda menn í pyttum tækninnar og er undirritaður alls ekki undanskilin. Galdurinn er oftast falinn í því að tæpa á, gera ekki of mikið og sýna hógværð. Gera það þannig að það verði ekki yfirgengilegt en samt athyglisvert. Sverrir hikar ekki við að færa hús úr stað og staðsetja í „réttu“ umhverfi. Þá fer myndlistin að skipta meira máli en raunveruleikin. Þá er ekki lengur um að ræða nátttúruljósmyndun. Myndin er ekki lengur að segja „satt“. Samt er fjarri því að hún geti ekki verið sönn. Í raun og veru er sú ljósmyndun sem snýst bara um að herma eftir náttúrunni ekki alltaf áhugaverð og kannski ekki einu sinni sönn í þeirri merkingu að hún segi allan „sannleikann“. Ástæðan fyrir því að færa hús snýst um ást á myndlist, á fallegri myndbyggingu. Segja jafnvel nýjan sannleika með nýrri sýn.

 

Sverrir gengur lengst í þessa á átt með samsettum húsamyndum. Ef vel er að gáð er hægt að sjá þróun þessarar deildar í myndlist hans. Nýjustu myndirnar eru miklu betri en þær elstu. Húsin eru kunnugleg úr reykvísku borgarumhverfi sem er í raun ólíkt öllum öðrum borgarumhverfum. Svona samansettar fá þær á sig fjarrænan blæ. Ljósmyndirnar fara að minna á Kúbisma sem var tímabil í listasögunni þegar listamenn eins og Picasso og Georges Braque voru upp á sitt besta. En það er ekki einu sinni víst að Sverrir hafi verið að hugsa um það á nokkurn hátt. Það er samt mikilvægt að gera sér grein fyrir því að myndlistin á sér sögu. Myndlist eins og aðrar tjáningaaðferðir eiga sér sögu sem talar til okkar. Sá fróðleikur er oft lykill að gildi listar. Hugmyndir eru ekki endilega frumlegar, flestir hafa tekið svipaðar myndir einhvern tíman áður. Það skiptir ekki öllu máli. Það sem skiptir mestu máli er persónuleg útfærsla. Það er útfærslan sem gerir listaverk einstök.

 

Sverrir er meiri rómantíker en raunsæismaður. Það þýðir að hann beitir meira tilfinningum en vitsmunum. Hann dulmagnar myndefnið. Hestar hans verða að fákum sem virðast tilheyra dulvitund okkar. Sverrir notar þrá og eftirsjá. Upphafin og dramatísk fjallasýn, sveitin eins og hún var. Borgarlandslagið verður að uppljómun, draumaborgum. Ferðaþráin skín í ljósmyndum á vegum úti. Fjarvíddin teymir hugan, hvað er bak við ystu sjónarönd? Ólgandi brim þar sem náttúran er stærri en maðurinn. Þetta er allt myndmál rómatískrar hugsunar

 

goddur

  

Read more

Showcase

View all

Photos of Sverrir Thorolfsson sverrirt@centrum.is

Testimonials

One of the most inspirational photographers around, Sverrir creates images from the unique landscapes, people and animals of his country that are truly works of art. Pick almost any one at random from his photos posted on Flickr and you will have evidence of great creativity. When you look at the body of his work tak… Read more

One of the most inspirational photographers around, Sverrir creates images from the unique landscapes, people and animals of his country that are truly works of art. Pick almost any one at random from his photos posted on Flickr and you will have evidence of great creativity. When you look at the body of his work taken over a three year period, the sheer consistency and quality strike you first, but then you look closer and you see that every picture is full of subtleties and implied meaning, this is especially true of his later works. And like the best painters, his pictures carry the indelible stamp of the man who created them, I think that I could pick out a Sverrir Thorolfsson photograph from amongst hundreds of other photographers pictures. Marvellous work Sverrir - keep them coming please !!

Read less
September 29, 2012

To see Iceland through Sverris eyes is magical. I agree with Goddur here above, the art professor who writes that Sverris photos are romantic and mystical with a surreal depth of their own. What fascinates me is the poetry in his photography. Each photo is like a poem, some sweet and happy, others dark and melancholic… Read more

To see Iceland through Sverris eyes is magical. I agree with Goddur here above, the art professor who writes that Sverris photos are romantic and mystical with a surreal depth of their own. What fascinates me is the poetry in his photography. Each photo is like a poem, some sweet and happy, others dark and melancholic. There are roads to unknown destinations, abandoned houses with long gone lives you can only imagine, city streets and buildings with telltale lights in the windows, lonely, foggy landscapes where you can feel and almost smell the nature and taste the dew on your lips. I never tire of looking at these photos and always discover some new elements and hidden treasures. Keep going ..please :)

Read less
December 8, 2011

What ? No testimonials yet? This guy's photograhy is a magical journey through the seasons of Iceland. I am amazed everytime i go to his photo stream ,and i am glad to be one of his cantacts.

March 18, 2011