Ferðafélag Mýrdælinga var stofnað þann 19. mars 2006 og er félagið á sínu sjötta starfsári. Á hverju ári frá stofnun hefur verið lögð fram ferðaáætlun og hefur þátttaka í gönguferðir félagsins ávallt verið góð.
Eitt af markmiðum félagsins frá upphafi að undanskildu því að ganga saman hefur verið endurgerð Deildarárskóla og gera hann að skála Ferðafélags Mýrdælinga. Nú hefur hann verið endurreistur og er nánast tilbúinn að utanverðu en töluverð vinna er eftir að innan.